Iceland

Related Info

Menningarminjadagarnir eru haldnir ár hvert í þeim 50 löndum sem hlut eiga að Menningarsáttmála Evrópu. Allt frá Aserbæsjan í austri, til Portúgals í vestri og norður til Noregs. Markmið þessara daga er að vekja athygli og áhuga á ríkri og fjölbreyttri menningu þeirra samfélaga sem byggja álfuna. Menningarminjadagarnir voru fyrst haldnir í Frakklandi árið 1985 og tóku fleiri lönd þátt strax ári seinna.

Þema ársins 2017 er „minjar og náttúra“. Boðið er upp á fjölbreytta viðburði um allt land sem tengjast á einn eða annan hátt mannlífi, náttúru og sögu fyrri tíma hérlendis. Allir viðburðirnir eiga það sameiginlegt að vera í höndum fyrirmyndaraðila sem starfa með menningarminjar. Nánar má fræðast um alla viðburði Menningarminjadaganna á vefsíðunni http://www.europeanheritagedays.com þar sem hver og einn viðburður glitrar sem stjarna á Íslandskortinu.