Járngerðarhátíð / Firing Up Ancient Secrets

Eiríksstaðir, Haukadal, Dalabyggð.
August 30th, 2019 - September 1st, 2019

Loading
Loading Map

Related Info

 

Járngerðarhátíð - Firing Up Ancient Secrets

 

Eiríksstaðir, 30. ágúst til 1. september 2019

 

Við ætlum að afhjúpa leyndardóma víkingatímans með tilraunakenndri fornleifafræði.

Eiríksstaðir og Hurstwic bjóða þér inn í veröld „tilraunafornleifafræði“. Þú stígur inn Íslendingasögurnar og upplifir þennan kyngimagnaða heim. Horfðu, snertu, prófaðu og upplifðu veröld víkinganna.

Sjónum okkar verður beint að tilrauna-fornleifafræði sem tæki til að upplýsa þau leyndarmál sem hafa um aldir hvílt yfir járngerð á Íslandi í fornöld. Við höfum lokkað að verkefninu einvala sérfræðingahóp bæði íslenska og bandaríska vísinda- og fræðimenn, sem ætla sér að opinbera leyndarmálið. Gestum verður boðið, en ekki aðeins til að horfa á, heldur að leggja hönd á plóginn við þá vinnu sem breytir jörð í járn.

Auk járngerðar verður margt annað í boði fyrir gesti okkar til að uppgötva og prófa, tengt heimi víkinganna. Þar verða til leiðsagnar sérfræðingar á sviði handverks, þjóðfræði, galdra, vopna, fornleifafræði og fleiri sviðum.

Síðustu 20 ár hafa samtökin Hurstwic notað vísindalegar aðferðir til að rannsaka, læra og prófa ýmislegt tengt víkingum, sokkið sér af ákafa ofan í verkefnin, opin fyrir því sem kynni að koma í ljós. Þessi nálgun hefur byggt upp góðan orðstýr víða um heim, byggt á okkar sérstæðu rannsóknaraðferðum, bæði meðal fræðafólks og áhugamanna.

Eiríksstaðir, fæðingarstaður landkönnuðarins Leifs heppna Eiríkssonar, er staður þar sem hægt er að heimsækja 10. aldar langhús, byggt með aðferðum tilraunafornleifafræði. Þetta er staður sem byggður var í góðri samvinnu arkitekta, fornleifafræðinga og frábærra handverksmanna. Tekist hefur að skapa notalegt umhverfi, sem er hinn fullkomni staður til að segja sögur af landnámsmönnum og konum. Eiríksstaðir eru opnir almenningi; Staður þar sem hægt er að snerta og finna anda víkingatímans..

Af hverju járngerð?

Ein af ástæðum þess að víkingar ríktu í norður Evrópu í þrjár aldir er hæfni þeirra til að búa til járn og stál, sem notað var í verkfæri, vopn og til viðskipta. Við ætlum okkur að búa til járn í fyrsta skipti í aldir. Við opnum dyr sem hafa verið læstar í þúsund ár og vinnum járn á heimili Eiríks rauða, þekktrar sagnapersónu, landkönnuðar og landnámsmanns.

Dagskrá

Föstudagur til sunnudags

11.00 - 17.00 á Eiríksstöðum Viðburðir yfir daginn: - Tilraunir á rauðblæstri - járngerð - Vísindalegar prófanir á bardagaðferðum - Gerð og smökkun á víkingamat - Víkingahandverk - Eldsmíðuð víkingaáhöld - Farðu inn í alvöru víkingahús - Athugaðu hversu þægileg rúmin eru - Nýjasta víkingatíska! - Prófanir á verklagni með víkinga verkfærum - Sýnikennsla af ýmsu tagi

Annað: - Stuttir fyrirlestrar sérfræðinga yfir daginn - Landnámsdýr hitta og skemmta gestum - Matur og drykkur með víkingaþema til sölu.

17.30 - 19.30 Staðsetning: Félagsheimilið Árblik - Þrír fyrirlestrar heimsþekktra sérfræðinga tengt tilrauna-fornleifafræði á föstudegi og laugardegi - Hringborðsumræður með sérfræðingum í tilrauna-fornleifafræði á sunnudegi

Nánari upplýsingar: http://www.hurstwic.com/iron/

 

ENGLISH

Eiríksstaðir, August 30th – September 1st

Uncovering the lost secrets of the Viking age in the nexus of experimental archaeology,

Eiríksstaðir and Hurstwic announce a festival in the fall, a homage to experimental archaeology, where guests step into the world of the Vikings and experience the thrill of this adventuresome place with their own hands and eyes while testing and learning about this exciting world.

The focus of the festival will be to use experimental archaeology to unlock the secrets of iron making in Viking-age Iceland, a mystery that has been closed shut for centuries, bringing together the brightest minds in Iceland and in North America to rediscover the method used by early Icelanders to make iron. Guests will not only observe the fire-breathing furnaces, but they are invited to participate in the process.

In addition, a wide range of other aspects of the Viking world will be available for our guests to discover, guided by experts in the fields of: Crafts; folklore; magic; weapons; archaeology; and much more. See Schedule:

For the past twenty years, Hurstwic has been using the scientific method to research, study, and test Viking-related topics, eager to jump into the unknown with no preconceived notions about what we will find. This approach has earned us a world-wide reputation for our innovative investigations and findings, both among academics, and enthusiasts.

Eiríksstaðir, the birthplace of the known Icelandic explorer Leifur Eiríksson, is a place where you can see a Viking longhouse, made by the methods of experimental archaeology. A place where skilled builders, good architects and archaeologists worked together in creating the perfect setting for storytelling of Iceland’s past. Eiríksstaðir is open for the public, for people to touch and feel the spirit of the Viking era.

Why Viking iron?

One reason Vikings dominated Northern Europe for 3 centuries was the excellence of their iron and steel used for tools, weapons, and trade. Even their myths and legends revolve around their iron-working prowess. We will be making the first Viking-age iron in Iceland in centuries. We will open doors that have been sealed for 1000 years, doing our smelting in the district where iron making took place in the Viking age. All of this will happen at the home of Eirík the Red: saga hero, explorer, and settler.

Schedule

Friday to Sunday at Eiriksstaðir

11.00 - 17.00 - Iron smelt - Scientific testing of combatives - Viking food tasting and making - Viking crafts making - Forging Viking tools - Experience going through a real Viking house

- Test for yourself how comfortable Viking beds were - The latest Viking fashion - Everyday Viking tool usage - Show and tell on various themes

Other things: - Mini lectures from world renowned experts - Settlement age animals will be there to greet and meet guests - Viking themed food and beverages will be available

17.30 - 19.30 at Árblik community house - Three expert lectures each evening on themes related to experimental archaeology on Friday and Saturday - Roundtable with experts on experimental archaeology on Sunday

See more: http://www.hurstwic.com/iron/

 

 

 

 

No visitor has been on this event

Have you been there?

Let us know: Yes, I have or share your story with others