Fræðsluganga um Kollsvík

Kollsvík, 451 Patreksförður
August 31st, 2019 - August 31st, 2019

Loading
Loading Map

Related Info

 

Valdimar Össurarson leiðir göngu um minjarnar í Kollsvík kl 14:00. Byrjað verður í Kollsvíkurveri og gengið um minjarnar þar. Sagt verður frá Kollsvík í stórum dráttum og útgerð frá verinu. Síðan verður farið að upplýsingaskiltum á Láganúpi og gengið niður á Grundarbakka. Sagt verður frá bæjunum, Láganúpsveri og minjunum sem þarna er að sjá. Svo verður gengið út með Görðunum, heim Brunnsbrekku og upp að Hesthúsinu á Hólum, sem talið er elsta hús landsins til atvinnunota.

Kolllsvík er nyrst svonefndra útvíkna sem eru yst á skaganum á milli Patreksfjarðar og Breiðafjarðar. Þar hefur verið blómleg byggð frá fyrstu tíð, sem byggði jöfnum höndum á útræði og landbúnaði. Jarðir hafa einkum verið tvær; Láganúpur og Kollsvík, en einnig minni býli. Í Kollsvík var ein mesta verstöð Vestfjarða fyrrum, og stóð útræði frá Kollsvíkurveri framum 1930. Búskapur dróst saman í Kollsvík á 20. öld, líkt og annarsstaðar í Rauðasandshreppi, og lauk árið 2002.

Á seinasta ári veitti Minjastofnun Íslands landeigendum í Kollsvík, bræðrunum Valdimari, Guðbjarti, Hilmari, Agli og Kára Össurarsonum sérstaka viðrukenningu fyrir metnaðarfullt grasrótarstarf við varðveislu og miðlun menningararfs í Kollsvík með því að setja upp vefinn kollsvik.is þar sem er að finna viðamiklar og ítarlegar upplýsingar um Kollsvík, staðhætti, byggð, mannlíf og fleira. Þá hafa þeir, með Valdimar í fararbroddi séð um merkingu gönguleiða í Kollsvík og uppsetningu fræðsluskilta um sögu, fornminjar og mannvirki ásamt söfnun upplýsinga um óáþreifanlegan arf á borð við örnefni, þjóðhætti og safn málfarssérkenna sem varðveist hafa á svæðinu. Jafnframt hafa þeir staðið að varðveislu og viðhaldi gamalla mannvirkja í Kollsvík og hafa hlotið styrki úr húsafriðunarsjóði til tveggja slíkra verkefna

 

Valdimar Össurarson will lead a hike around the reamains in Kollsvik at 14:00. The hike will start at Kollsvíkurver fishing station and the history of the place explained. From there we will head to Láganúpsver fishing station and walk down to Grundarbakki and listen to stories about the archaeological remains there. After that we will walk along the breakwater, up the hill above Láginúpur farm and to the stable at Hólar, probably the oldest of its kind in Iceland.

Kollsvík is the northernmost bay in Rauðasandshreppur, between Patreksfjörður and Breiðafjörður. The bay has been inhabited since the settlement period and two of the biggest fishing stations in the Westfjords were located there. The place is known for stunning nature and well preserved remains of old work practises.

No visitor has been on this event

Have you been there?

Let us know: Yes, I have or share your story with others