Fræðsluganga í Skaftafelli

Skaftafell, 785 Öræfum
August 28th, 2019 - August 28th, 2019

Loading
Loading Map

Related Info

 

Vatnajökulsþjóðgarður stendur fyrir sérstakri fræðslugöngu í Skaftafelli þann 28. ágúst. Tilefnið eru Menningarminjadagar Evrópu eða European Heritage Days sem eru samevrópsk hátíð á vegum Evrópuráðs. Hlutverk daganna er að vekja athygli almennings á menningarminjum og því hve mikilvægar þær eru, bæði fyrir samfélagið sjálft og efnahag.

Skaftafell á langa og dýrmæta menningarsögu en þar er talið að hafi verið búskapur allt frá landnámi og hafa íbúar í Skaftafelli getið af sér gott orð fyrir hagleik, handverk og hugvit. Í mörg hundruð ár bjuggu flestir Íslendingar í torfbæjum, án raflýsingar og nútíma kyndingar. Baðstofumenning varð til þar sem fólk gat sagt sögur, lesið upphátt, kveðið rímur, kveðist á og sungið. Tvísöngur var iðkaður á Íslandi í mörg hundruð ár, hann var áður algengur víða um Evrópu en lagðist alveg af þar.

Landverðir taka á móti gestum við upplýsingamiðstöðina kl. 13:00 og ganga með þeim upp Gömlutún og að Seli. Á leiðinni verður stoppað á völdum stöðum þar sem landverðir segja frá því sem fyrir augu ber. Í Seli verður dagskrá sem byggist fyrst og fremst á upplestri og söng. Gert er ráð fyrir að dagskrá og göngu til baka að gestastofu verði lokið um kl. 15.30.

Allir eru velkomnir og dagskráin er gjaldfrjáls að undanskildu þjónustugjaldinu sem innheimt er fyrir bifreiðar í Skaftafelli.

 

Hvar: Við upplýsingamiðstöðina í Skaftafelli

Hvenær: kl. 13:00, miðvikudaginn 28. ágúst

Klæðnaður eftir veðri

Allir velkomnir!

 

 

A special educational walk will take place at Skaftafell, Vatnajökull National Park, on August 28th at 1 PM. Rangers will guide guests to Sel, an old farm up in the hills of Skaftafell, where guests will be entertained and educated through a programme consisting of stories and songs. The event will be held in Icelandic but everyone is welcome to enjoy. Afterwards the group will walk back down to the visitor centre, although interested guests can take a longer walk back and e.g. stop at Svartifoss waterfall. The duration of the event is estimated at 2,5 hours.

 

Meeting point: by the information centre in Skaftafell

When: 1 PM, Wednesday August 28th

Please dress according to weather conditions.

Open to all, everyone is welcome!

No visitor has been on this event

Have you been there?

Let us know: Yes, I have or share your story with others