Skeiðarárhlaup

Skeiðarárbrú á Skeiðarársandi. Viðburðir fara fram á og við Skeiðarárbrú. Víðavangshlaup verða ræst sitt hvoru megin við Skeiðarárbrú (sjá kort) og lýkur uppá Skeiðarárbrú. ENGLISH Skeiðarárbrú on Skeiðarársandur. Artistic events will be on and around Skeiðarárbrú. Run will be started on both sites of the bridge (see on map) and the goal will be on the bridge itself.
July 14th, 2019 - July 14th, 2019

Loading
Loading Map

Related Info

 

Vatnaboðorðin fjögur:

  1. Haltu fast í tauminn !
  2. Stattu ekki í ístöðunum !
  3. Haltu annarri hendi af öllu afli í faxið, ekki í hnakkinn !
  4. Horfðu ekki niðurí vatnið, heldur skaltu einblína útí sjóndeildarhringinn eða á Lómagnúp !                                  

Úr Vatnadeginum mikla, eftir Þórberg Þórðarson.

 

Hér fer af stað verkefni þar sem fólk er hvatt til að koma saman, njóta samvista hvert við annað, listina og náttúruöflin. Og hlaupa.

Þann 14.júlí 1974 var Skeiðarárbrú formlega vígð. Í ár, þann 14. júlí, höldum við örhátíð á formi listviðburðar og víðavangshlaups á 45 ára vígsluafmæli þessa 880 m langa minnismerkis.

14:30 verða hlaup ræst, annars vegar 3,5 km, hins vegar 11,5 km. Leiðir og rásmörk má sjá á meðfylgjandi korti og nánari upplýsingar um hlaupið má finna á skeidararhlaup.info undir Hlauparar/Runners. Skráning fer fram á hlaup.is.

Hins vegar verða listviðburðir á og við Skeiðarárbrúna á milli 15 og 17.

 

Skeiðarárbrú er mannvirki sem var byggt á árunum 1972-1974. Vígslan fór fram við hátíðlega athöfn þann 14.júlí 1974. Þar með var vegurinn hringinn í kring um Ísland fullgerður.  Fyrir þann tíma höfðu menn alla tíð komist leiðar sinnar yfir sandinn sundríðandi yfir árnar á hestum eða farið um jökulveg. Frá miðri síðustu öld voru gerðar ýmsar tilraunir með að komast yfir árnar á vélknúnum ökutækjum.

Skeiðará færði sig yfir í farveg Gýjukvíslar árið 2009 og síðan þá hefur lítil læna, Morsá, runnið undir Skeiðarbrúna. Árið 2017 var umferð hleypt yfir nýja brú sem smíðuð var yfir Morsá og þar með glataði Skeiðarárbrú hlutverki sínu. Nú stendur hún eins og strönduð í tíma við hlið hinnar nýju brúar.

Brúin er staðsett rétt vestan við Skaftafell, á Skeiðarársandi. 

 

 

ENGLISH

 

Arrive. Be. Run. Enjoy. Feel. At your own liking.

 

This project is an experiment where people are encouraged to come together, meet each other, the forces of art and nature. And run.

14th of July 1974 was the bridge over Skeiðará was and the ring road around Iceland officially opened. This year, 14th of July, we will throw a micro-performance festival and a run on the 45th birthday of the 880m long transport monument.

2:30 PM we will start the run, 3,5 km and 11,5 km. See the routes and starting points on the map and more information are on skeidararhlaup.info under Hlauparar/Runners. Sign up on hlaup.is.

Artistic events will be by the bridge and around it between 3 PM and 5 PM.

No visitor has been on this event

Have you been there?

Let us know: Yes, I have or share your story with others