Fornleifarannsókn í Firði og leiðsögn fornleifafræðinga

Event Archaeology Heritage Education Tangible heritage
2 Ránargata, 710 Múlaþing, Iceland
Show on the map
03 September 2021
Overview

Í landi Fjarðar undir Bjólfshlíðum á Seyðisfirði fer fram umfangsmikil fornleifarannsókn og hefur í sumar verið grafin upp mylla í Mylluholti og bæjarstæði sem fór undir snjóflóð árið 1885. Fundist hafa byggingaleifar frá því fyrir og eftir hamfarirnar og sjóminjar tengdar fiskverkun og sjósókn frá landnámsöld og miðöldum. Líklegt virðist að gert hafi verið út frá stórbýli í Firði þar sem landnámsmaðurinn Bjólfur er talinn hafa búið en þar var samfelld búseta frá landnámi fram á tuttugustu öld. Í tilefni menningarminjadaga bjóða fornleifafræðingar upp á sérstaka leiðsögn um uppgraftarsvæðið föstudaginn 3. september kl. 14.

Til að komast að uppgraftarsvæðinu er best að leggja á húsbílastæðinu gegnt Ránargötu 2. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

Minjarnar munu hverfa undir snjóflóðavarnargarða sem fyrirhugað er að byggja á svæðinu en verða áður rannsakaðar vandlega þannig að hægt sé að miðla sögunni. Rannsóknina annast fyrirtækið Antikva ehf. undir stjórn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings og taka um 20 fornleifafræðingar þátt í henni hverju sinni.

Address
2 Ránargata, 710 Múlaþing, Iceland

65.262639875408, -14.01270521146