Menningararfskeppni unga fólksins hleypt af stokkunum - stafrænn viðburður

39 Suðurgata, Miðborg, 101 Reykjavíkurborg, Iceland
Show on the map
03 September 2021
Contact
Ásta Hermannsdóttir Minjastofnun Íslands
Tel.: 5701313
Overview

Í tengslum við menningarminjadaga Evrópu á Íslandi verður „Menningararfskeppni unga fólksins“ hleypt af stokkunum föstudaginn 3. september. Keppnin er haldin á sama tíma um alla Evrópu og kallast Young Heritage Makers Competition á ensku.

Keppnin hvetur ungt fólk á aldrinum 6-17 ára, undir handleiðslu leiðbeinanda, til að skoða þann menningararf sem fyrirfinnst í þeirra umhverfi, hvort heldur sem er áþreifanlegan eða óáþreifanlegan, og svara spurningunni: „Hver er evrópski menningararfurinn minn?“.

Afrakstur verkefnisins (sjónrænt verk, t.d. mynd, málverk, myndband eða teikning, ásamt stuttum texta) er síðan skráður inn á samevrópska síðu menningarminjadaganna og þar með til leiks í keppninni. Keppt er í tveimur aldursflokkum, 6-11 ára og 11-17 ára, og er ekkert hámark á fjölda einstaklinga í hóp.

Minjastofnun Íslands, sem heldur utan um keppnina hér á landi sem og menningarminjadagana, velur fimm verkefni í hvorum aldurshópi sem hljóta viðurkenningu auk þess sem einn sigurvegari er valinn úr hvorum aldurshópi. Fara verkefni þeirra áfram í samevrópsku keppnina. 

Keppnin á Íslandi stendur yfir frá 3. september til 1. nóvember. Þann 9. nóvember verða sigurvegarar kynntir hér á landi og úrslitin tilkynnt inn í samevrópsku keppnina. 3. desember verða úrslitin ljós og sigurvegarar Young Heritage Makers Competition 2021 verða krýndir.

Allar innsendar tillögur verða aðgengilegar á heimasíðu menningarminjadaga Evrópu: https://www.europeanheritagedays.com/

Hér má lesa nánar um keppnina á heimasíðu Minjastofnunar: https://www.minjastofnun.is/um-stofnunina/samstarfsverkefni/menningarminjakeppni-evropu/

Nánar má lesa um keppnina, fyrirkomulag hennar og reglur hér á samevrópsku síðunni: https://www.europeanheritagedays.com/EHD-Programme/Press-Corner/News/Young-European-HeritageMakers-Competition

Address
39 Suðurgata, Miðborg, 101 Reykjavíkurborg, Iceland

64.142941398321, -21.947354411077

Enter an address like "Chicago, IL".