Menningarminjar - ganga í Hólavallagarði
Hólavallagarður, Þjónustuhús við Ljósvallagötu, 101 Reykjavík, Iceland
Show on the map
02 September 2024
04 September 2024
09 September 2024
11 September 2024
Overview
Kirkjugarðar Reykjavíkur bjóða upp á göngu í Hólavallagarði undir leiðsögn Heimis Janusarsonar umsjónarmanns garðsins. Í göngunni verður farið yfir sögu Hólavallagarðs og skoðuð verða minningarmörk er segja sögu um hugarfar hvers tíma. Skipulag garðsins verður skoðað í samhengi við borgarskipulag ásamt því að farið verður yfir gróðursögu garðsins og áhugaverð tré skoðuð. Síðast en ekki síst verður farið yfir tillögu um friðlýsingu á Hólavallagarði og hvaða áhrif það myndi hafa á garðinn og starfsemina í honum.
Gangan hefst kl. 17:30 við þjónustuhús við Ljósvallagötu. Öll velkomin!
Address
Hólavallagarður, Þjónustuhús við Ljósvallagötu, 101 Reykjavík, Iceland
Contact form