Opið hús í sjóminjasafninu Hafnleysu

Event Collections Cultural Routes Heritage Education Public Buildings Shared history Tangible heritage
28 Víkurbraut, 870 Mýrdalshreppur, Iceland
Show on the map
30 August - 05 September 2021
Overview

Sjóminjasafnið Hafnleysa segir sögu sjósóknar í Vík, sem er eina sjávarþorp landsins þar sem aldrei hefur verið höfn. Sýningin fer yfir sögu skipsstranda, en vitað er um hundrað og tólf skipsströnd sem urðu hér við strendur árin 1898 til 1982. Við strendur Vestur-Skaftafellsýslu liggja líklega hundruð skipa grafin og hefur strandlengjan löngum verið kölluð skipakirkjugarður Evrópu.  Þá geta gestir skoðað líkön af hinum einkennandi sandabátum sem notaðir voru til veiða og uppskipunar við sendnar strendur Suðurlandsins. Aðal djásn safnsins er hið rúmlega 100 ára gamla fraktskip Skaftfellingur. Skipið á glæsta og forvitnilega sögu sem rakin er á sýningunni. Börn geta klætt sig upp í sjóklæði og sett sig í hlutverk sjómanna fyrri alda.

Í tilefni af menningarminjadögum Evrópu verður aðgangur ókeypis inn á sjóminjasafnið Hafnleysu alla vikuna. Safnið er opið mánudaga-laugardaga kl. 10-17.

Allir velkomnir!

Address
28 Víkurbraut, 870 Mýrdalshreppur, Iceland

63.417562275832, -19.014126120111