Saga og litir húsanna í Árbæjarsafni

Event Architecture Intangible heritage Public Buildings Restoration/Protection Tangible heritage
Kistuhylur, Árbær, 111 Reykjavíkurborg, Iceland
Show on the map
05 September 2021
Overview

Í tilefni af menningarminjadögum Evrópu 2021 sem haldir eru á Íslandi 30. ágúst – 5. september munu sérfræðingar í Árbæjarsafni leiða gesti um valin hús og segja frá sögu þeirra. Einnig verður fjallað um litaval við endurgerð húsanna en nýlega kom út nýr leiðbeiningabæklingur sem ber heitið Litaspjald sögunnar. Í honum koma einmitt fyrir nokkur hús sem varðveitt eru í Árbæjarsafni.

Gangan hefst við inngang Árbæjarsafns kl. 14 þar sem tekið verður á móti gestum. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.Talað mál verður íslenska.

 

Litaspjaldið tekur mið af íslenskri húsagerðasögu og er ætlað að aðstoða þá sem vilja virða sögu húsa sinna, kinka kolli til uppruna þeirra og láta það verða hluta af fallegum samhljómi lita. Húsin sem fjallað er um eru frá mismunandi tímaskeiðum og þykja til fyrirmyndar hvað varðar litaval.


Bæklingurinn er aðgengilegur á heimasíðu Húsverndarstofu www.husverndarstofa.is og hér:

https://borgarsogusafn.is/sites/borgarsogusafn.is/files/atoms/files/litaspjald_sogunnar_web.pdf

Address
Kistuhylur, Árbær, 111 Reykjavíkurborg, Iceland

64.119084812213, -21.815185852101