Þingmannavegur - Gönguleið yfir Vaðlaheiði
Vaðlaheiði var löngum nokkur farartálmi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Fjórar leiðir voru helst farnar yfir heiðina: Leiðin um Gönguskörð upp úr Garðsárdal yfir í Bleiksmýrardal, yfir Bíldsárskarð á milli Kaupangs í Eyjafirði og Grjótárgerðis í Fnjóskadal, Þingmannavegur frá Eyrarlandi (Vaðlaþingi) í Eyjafirði að Hróarsstöðum í Fnjóskadal og leiðin um Steinsskarð, en þar var lagður bílvegur árið 1930.
Fjölförnust þessara leiða fram eftir öldum var Þingmannavegurinn. Nafn þessarar leiðar gæti verið tilkomið vegna þess að þetta var leiðin á milli Vaðlaþings í Eyjafirði og Leiðarness, en þar voru héraðsþing til forna og er þar að finna tóftir sem taldar eru leifar þingbúða.
Í dag er Þingmannavegur vinsæl gönguleið. Lengd hans er um 11 km og er hækkunin um 600 metrar þegar gengið er austur yfir en töluvert lægri ef gengið er vestur yfir. Þetta er því þægileg dagleið og fjölmargir hlaupa- og útivistarhópar leggja leið sína um veginn í dag
Í tilefni Menningarminjadaga Evrópu 2024 hefur Ómar Valur Jónasson hjá Minjastofnun Íslands, útbúið skrár sem hægt er að hlaða niður í síma eða úr til að ganga eftir.
Skrár fyrir gönguleið:
https://www.minjastofnun.is/static/files/vidburdir/gonguleidir/thingmannavegur.kml
https://www.minjastofnun.is/static/files/vidburdir/gonguleidir/thingmannavegur.gpx
Address
Vaðlaheiði, Eyjafjarðarsveit, Iceland