Tími til að tengja við Þorlák
Í tilefni Menningarminjadaga Evrópu, sem að þessu sinni eru helgaðir „leiðum, samskiptum og tengingum“, er boðið til samveru í Skálholti á þriðjudaginn 24. september sem hefst kl. 17:00. Fjallað verður um leiðir pílagríma á miðöldum í Skálholti og um samskipti og tengingar á staðnum þar sem Þorláksmessa að sumri, 20. júlí, verður í öndvegi. Þá kom múgur og margmenni saman í Skálholti og minntist Þorláks helga. Helgi Þorláksson mun gera efninu nokkur skil í spjalli innan húss og vænst er umræðna. Áður verður litið inn í Þorláksbúð og síðan gengið um staðinn og bent á kennileiti sem bera nafn Þorláks. Safnast verður saman við kirkjutröppurnar. Verið öll hjartanlega velkomin!
Address
Skálholt, 806 Selfoss, Iceland