Country profile

Iceland

Contact
Ásta Hermannsdóttir
National Coordinator for Iceland

Connect with us via:

Overview

 

Theme: Menningararfur og fræðsla (Heritage and Education)

Dates: 21-28 Augtyust

Menningarminjadagar Evrópu (European Heritage Days) verða víða með óvanalegu sniði í ár. COVID-19 hefur sett strik í reikning hátíðarinnar og munu mörg lönd hafa dagskrá sína með stafrænum hætti að þessu sinni. Þema ársins er Menningararfur og fræðsla (Heritage and Education) og verða menningarminjadagarnir haldnir hér á landi dagana 21.-28. ágúst.

Í takt við framkvæmd menningarminjadaganna í öðrum löndum og óvissuna sem ríkir vegna heimsfaraldursins hvetjum við þá sem vilja taka þátt í menningarminjadögunum undir þemanu „menningararfur og fræðsla“ til að skoða þá möguleika sem þeir hafa til að taka þátt í hátíðinni með stafrænum hætti. Viðburðir sem samræmast leiðbeiningum almannavarna um mannamót eru að sjálfsögðu leyfilegir, þótt við hvetjum sérstaklega til stafrænna viðburða í ár. Þemað er mjög víðfeðmt og býður upp á fjölmarga og fjölbreytta möguleika. Hér má t.a.m. sjá 101 hugmynd að viðburðum.  

Minjastofnun Íslands mun líkt og fyrri ár halda utan um dagskrá menningarminjadaganna og kynna á sínum miðlum viðburði hátíðarinnar. Þeim sem vilja taka þátt í menningarminjadögunum í ár er bent á að hafa samband við Ástu Hermannsdóttur, verkefnastjóra hjá Minjastofnun: asta@minjastofnun.is.

 

 

Additional information

The Cultural Heritage Agency of Iceland

Suðurgata 39
IS - 101 REYKJAVIK
ICELAND

+354 570 13 10
+354 570 13 01
www.minjastofnun.is