Leiðsögn um nýja sýningu um landpóstaembættið á Íslandi frá 1782 – 1930

Event Collections Cultural Routes Heritage Education Shared history Tradition
Safnavegur, Rangárþing eystra, Iceland
Show on the map
04 September 2021
Overview

Þann 17. desember 2019 var Frímerkja- og póstsögusjóður lagður niður og fjármunum sjóðsins deilt niður á Landsamband íslenzkra frímerkjasafnara og þrjú söfn, Skógasafn, Þjóðminjasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands. Styrkveitingin var nýtt í margskonar starfsemi á söfnunum þremur og í Skógasafni var sett upp ný sýning um landpóstana sem ber heitið: „Landpóstarnir 1782-1930.“ Sýningin fjallar um upphaf skipulegrar póstþjónustu á Íslandi og landpóstaembættið á þessu tímabili. Í tilefni af Menningarminjadögum mun Sylvía Sebastían Oddný Arnardóttir, fornleifafræðingur og starfsmaður Skógasafns, kynna nýju sýninguna og fjalla um markmiðið með henni.

Tímasetning: laugardagurinn 4. september kl. 15.

Address
Safnavegur, Rangárþing eystra, Iceland

63.526202541225, -19.493010833415