Söguganga um Laugarnes
Í tilefni af Menningarminjadögum Evrópu leiðir Þura - Þuríður Sigurðardóttir, söng- og myndlistarkona, sögugöngu um Laugarnesið fimmtudaginn 26. september. Þura er fædd og uppalin í Laugarnesbænum og lýsir því hvernig það var að alast upp í „sveit í borg“ á þeim sögufræga stað, sem Laugarnesið er.
Gangan hefst á Laugarnestanga þar sem embætti biskups hafði aðsetur og Holdsveikraspítalinn. Hernámið kemur við sögu, braggabyggð og listamenn. Skoðaðar verða menningar- og búsetuminjar, farið á Laugarneshólinn, eitt elsta þekkta bæjarstæði Reykjavíkur og í Laugarneskirkjugarð, svo eitthvað sé nefnt.
Gangan byrjar við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, kl. 17:00. Ókeypis er í gönguna og öll velkomin!
Address
Laugarnestangi 70, 105 Reykjavík, Islande