Göngur um Hólavallagarð
Kirkjugarðar Reykjavíkur bjóða upp á göngur um Hólavallagarð og Fossvogsgarð undir leiðsögn Heimis Janusarsonar og Bryndísar Björgvinsdóttur.
Ganga verður í Hólavallagarði mánudaginn 8. september þar sem fjallað verður um grunnskipulag garðsins frá stofnun og fram til ársins 1930 og það borið saman við þróun borgarskipulags á sama tímabili. Rætt verður um einkennandi gróður hvers tímabils, þróun einkalóða, áföll sem orðið hafa og áhrif þeirra á ræktun, plöntuval og nýjungar í garðyrkju. Gangan, sem er ókeypis, hefst kl. 17:30 við þjónustuhús við Ljósvallagötu.
Framhaldsganga fer fram í Fossvogskirkjugarði miðvikudaginn 10. september. Þar verður haldið áfram að fjalla um þróun grunnskipulags og gróður í kirkjugörðum frá árinu 1930 til dagsins í dag.
Þessi viðburður er hluti af Menningarminjadögum Evrópu og er hann haldinn í tilefni af 50 ára afmæli Evrópska húsverndarársins.
Address
Hólavallagarður, Þjónustuhús við Ljósvallagötu, 101 Reykjavík, Islande